„Ég hlýði Víði“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur látið að sér kveða …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur látið að sér kveða á upplýsingafundum almannavarna og vekja lokaorð hans oftar en ekki athygli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ekki búið, við þökk­um fyr­ir þessa sam­heldni og sam­stöðu, þetta snýst um að hlýða Víði.“ Þannig voru loka­orð Sig­ríðar Bjark­ar Guðjóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra á fundi al­manna­varna í dag. 

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, hef­ur fengið mikið lof fyr­ir frammistöðu sína í fram­línu al­manna­varna í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni hér á landi, ekki síst vegna þess sem hann hef­ur fram að færa í lok hvers upp­lýs­inga­fund­ar. 

Í dag kom hann inn á ábend­ing­ar sem al­manna­vörn­um hafa borist þess efn­is að hár­greiðslu­stof­ur, sem bar að loka í kjöl­far herts sam­komu­banns, hafi sum­ar hverj­ar fært starf­semi sína í heima­hús. 

„Come on. Það er ekki að ástæðulausu að við sett­um þetta bann á. Það er ekk­ert hættu­minna að gera þetta heima hjá sér held­ur en á hár­greiðslu­stof­um. Við verðum bara að vera með ljóta hár­greiðslu næstu vik­urn­ar. Við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. 

Víðir sagði einnig dæmi um að sótt sé um und­anþágur frá sam­komu­banni fyr­ir viðburði eða starf­semi sem al­veg mega bíða. „Þetta sam­komu­bann og þess­ar tak­mark­an­ir eru sett­ar með þeim til­gangi að verja líf.“

Fras­inn „Ég hlýði Víði“ er því far­inn að heyr­ast æ oft­ar í sam­fé­lag­inu og nú er til að mynda hægt að ná í sér­stak snið fyr­ir forsíðumynd­ir á Face­book með áletr­un­inni. Ef vel er að gáð má sjá að Birg­ir nokk­ur Ómars­son stend­ur fyr­ir fram­tak­inu. Fjöl­marg­ir hafa nýtt sér sniðið, til að mynda Lovísa Árna­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Samorku, sem gaf góðfús­legt leyfi fyr­ir mynd­birt­ingu.

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, hlýðir Víði og hvetur landsmenn til …
Lovísa Árna­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Samorku, hlýðir Víði og hvet­ur lands­menn til að gera slíkt hið sama. Ljós­mynd/​Face­book

Sniðið „Ég hlýði Víði“ má nálg­ast hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert