Ekkert leikskólabarn í Reykjavík með COVID-19

Þetta kemur fram í bréfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem …
Þetta kemur fram í bréfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem sent hefur verið foreldrum barna í leik- og grunnskólum borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn 24. mars hafði stjórn­end­um leik­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar ekki borist nein til­kynn­ing um að kór­ónu­veiru­smit hefði komið upp hjá leik­skóla­barni. Þá er aðeins vitað um ell­efu smit á meðal barna á grunn­skóla­aldri í Reykja­vík.

Þetta kem­ur fram í bréfi skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar sem sent hef­ur verið for­eldr­um barna í leik- og grunn­skól­um borg­ar­inn­ar í kjöl­far bréfs sótt­varna­lækn­is þar sem hvatt var til þess að heil­brigð börn héldu áfram að sækja skóla og leik­skóla og vill skóla- og frí­stunda­svið borg­ar­inn­ar taka und­ir þessi til­mæli.

Smit meðal starfs­fólks fátíð

Þá seg­ir að í bréfi sótt­varna­lækn­is hafi komið fram að líkur á smiti frá ung­um börn­um er tölu­vert ólík­legra en frá full­orðnum, enda sýna rann­sókn­ir hér á landi og á hinum Norður­lönd­un­um að smit hjá börn­um er fátítt. Því má leiða lík­um að því að ekki er til­efni til þess að tak­marka skólastarf frek­ar í sótt­varn­ar­skyni.

Upp­lýs­ing­ar frá skóla­stjórn­end­um í Reykja­vík frá 24. mars staðfesta þetta. Eng­inn stjórn­andi leik­skóla hef­ur fengið til­kynn­ingu um smit hjá leik­skóla­barni og smit hafa verið til­kynnt hjá ell­efu börn­um á grunn­skóla­aldri (6-15 ára). Jafn­framt hafa smit starfs­fólks verið fátíð fram til þessa (tíu í leik­skóla, tíu í grunn­skóla og eitt í frí­stunda­heim­il­um). Það gef­ur okk­ur vís­bend­ing­ar um að þær tak­mark­an­ir og verk­ferl­ar sem gripið hef­ur verið til í starfi leik­skóla og grunn­skóla og í frí­stund­a­starfi séu að skila til­ætluðum ár­angri.

Óski eft­ir leyfi með skrif­leg­um hætti nú sem endra­nær

Í bréf­inu seg­ir að mik­il­vægt sé að halda áfram í þess­um far­vegi og tryggja heilsu barna og starfs­fólks. „Við minn­um for­eldra á mik­il­vægi þeirra í þeim til­mæl­um og sótt­vörn­um sem send hafa verið (s.s. handþvott­ur, sótt­hreins­un handa með hand­spritti, ná­lægðarviðmið og um­gengni um skóla) en biðjum jafn­framt alla, bæði börn og full­orðna sem finna fyr­ir flensu­ein­kenn­um, að halda sig heima. Jafn­framt biðjum við um að ung börn þ.e. upp að u.þ.b. 7 ára aldri sem ekki geta skilið eða virt fjar­lægðarmörk í sam­skipt­um komi ekki í skóla ef ein­hver á heim­il­inu er í sótt­kví.“

Þá er minnt á að þeir for­eldr­ar sem af ein­hverj­um ástæðum óski eft­ir leyfi fyr­ir barnið sitt frá skóla­sókn í grunn­skóla þurfi nú sem endra­nær að gera það með skrif­leg­um hætti hjá skól­an­um. Þá þurfi for­eldr­ar leik­skóla­barna sem kjósa að halda börn­um sín­um heima að láta leik­skóla­stjóra vita.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert