Fólk í fremstu víglínu verði undanskilið

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Viðskiptaráð Íslands áréttar umsagnarskrif sín vegna fjáraukalaga fyrr í vikunni. Þar kemur fram að með yfirvofandi efnahagskreppu vegna COVID-19 muni flestar atvinnugreinar verða fyrir höggi og jafnvel algjöru tekjuhruni sem leitt getur til uppsagna og kjararýrnunar.

Þetta segir í tilkynningu frá ráðinu í kjölfar yfirlýsingar frá BSRB sem mbl.is birti fyrr í kvöld. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður bandalagsins lét þá meðal annars hafa eftir sér eftirfarandi, um umsögn Viðskiptaráðs:

Að krefjast þess að op­in­ber­ir starfs­menn sæti launa­skerðing­um kem­ur eins og köld gusa í and­lit fólks sem legg­ur nótt við nýt­an dag að bjarga manns­líf­um og gera líf sam­borg­ara sinna bæri­legra, tryggja heilsu al­menn­ings og halda uppi nauðsyn­legri þjón­ustu.“

Viðskiptaráð bendir á að skýrt komi fram í umsögn ráðsins, þar sem nefnd er sú hugmynd að opinberir starfsmenn taki á sig sams konar skerðingar á starfshlutfalli og nú sé að gerast á almennum markaði, að þeir sem í fremstu víglínu standi í baráttunni gegn COVID-19 eigi að sjálfsögðu að vera undanskildir í slíkum hagræðingaraðgerðum.

Sakna þess að sjá ekki hagræðingar hjá hinu opinbera

„Staða efnahagsmála hér og í heiminum öllum er líklega mun alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Fjöldi atvinnulausra skaust upp um rúmar þrjár milljónir á einni viku í Bandaríkjunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn boðar alheimskreppu – verri en þá síðustu,“ segir svo í tilkynningu ráðsins.

„Vísitölur og mælikvarðar sýna þróun sem á sér enga hliðstæðu í sögu efnahagsmála. Þegar þetta er skrifað hafa 14.000 manns á almennum vinnumarkaði á Íslandi sótt um lækkað starfshlutfall á aðeins tveimur dögum, tekið þannig á sig kjararýrnun, þrátt fyrir atvinnuleysisbætur sem vissulega hjálpa til.

Við blasi að fjölga muni í þessum hópi, ásamt því að fjöldi fólks á almennum vinnumarkaði muni alfarið missa vinnuna.

„Höggið verður vonandi tímabundið og líður hjá sem fyrst en engu að síður er eðlilegt að allir taki þátt í því að einhverju marki. Viðskiptaráð saknar þess þannig að sjá ekki hagræðingar hjá hinu opinbera þar sem því verður við komið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert