Aðeins 2% vantreysta heilbrigðisyfirvöldum

Almenningur ber mikið traust til þessara þriggja og annarra framlínustarfsmanna.
Almenningur ber mikið traust til þessara þriggja og annarra framlínustarfsmanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Al­menn­ing­ur ber mikið traust til stjórn­valda, heil­brigðis­yf­ir­valda og fjöl­miðla á veiru­tím­um ef marka má þjóðar­púls Gallup. 45% aðspurðra segj­ast treysta al­manna­vörn­um og heil­brigðis­yf­ir­völd­um „full­kom­lega“ í bar­átt­unni, 38% mjög vel og 12% vel. Ein­ung­is eitt pró­sent seg­ist treysta heil­brigðis­yf­ir­völd­um frek­ar illa og 1% til viðbót­ar seg­ist alls ekki treysta þeim.

Afar lít­ill mun­ur er á trausti eft­ir kyni aldri, tekj­um og mennt­un, en hlut­fall þeirra sem treysta yf­ir­völd­um vel er þó áber­andi lægst meðal stuðnings­manna Miðflokks­ins (83%) og þeirra sem myndu skila auðu væri gengið til kosn­inga nú. 

75% aðspurðra segj­ast treysta fjöl­miðlaum­fjöll­un vel (ým­ist full­kom­lega, mjög vel eða vel) sam­an­borið við 8% sem treysta henni illa. Sem fyrr eru það kjós­end­ur Miðflokks­ins (60%) og þeir sem skila myndu auðu (59%) sem bera minnst traust.

Fleiri ótt­ast efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar

Um 30% þjóðar­inn­ar ótt­ast mjög eða frek­ar mikið að smit­ast af COVID-19, sjúk­dómn­um sem kór­ónu­veir­an veld­ur, ef marka má niður­stöður þjóðar­púls Gallups. Álíka marg­ir, 29% aðspurðra, ótt­ast það lítið eða frek­ar lítið.

59% aðspurðra hafa mikl­ar áhyggj­ur af heilsu­fars­leg­um áhrif­um far­ald­urs­ins á Ísland, sam­an­borið við 13% sem gera það ekki. Fleiri hafa áhyggj­ur af efna­hags­leg­um áhrif­um far­ald­urs­ins, 70% þátt­tak­enda, en aðeins 5% gera það ekki.

Lands­menn segj­ast hafa breytt lífi sínu á ýms­an hátt vegna far­ald­urs­ins. Flest­ir sögðust þvo hend­ur oft­ar og bet­ur (94%) og forðast handa­bönd (91%). Þá segj­ast 88% forðast faðmlög og kossa, 43% hafa breytt ferðaáætl­un­um og 31% vinna að heim­an að hluta til eða öllu leyti.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 20.-26. mars. Voru þátt­tak­end­ur vald­ir af handa­hófi úr viðhorfa­hópi Gallup. Um net­könn­un er að ræða og voru þátt­tak­end­ur 806.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert