Fólk ferðist innanhúss um páskana

Frá blaðamannafundinum.
Frá blaðamannafundinum. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að fólk þurfi núna að huga að því að ferðast innanhúss um páskana, eins og einhver hafi orðað það. 

Hann hvetur fólk til að fara ekki í löng ferðalög um páskana og halda sig frekar heima við. Einnig hvetur hann fólk til að versla mikið í einu og fara sjaldnar út í búð. Einnig eigi það að huga tímanlega að páskainnkaupum.

Þessu greindi hann frá á blaðamannfundi vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert