Þrír starfsmenn sjúkrahússins með veiruna

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Alls hafa þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri verið greindir með kórónuveiruna. Tilfellin komu upp á síðustu tveimur dögum.

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, segir í samtali við RÚV að smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis vinni að því að rekja smitið. Ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf.

Rúmlega 20 starfsmenn sjúkrahússins eru í sóttkví vegna veirunnar og þrír í einangrun. Einn hefur verið lagður inn á Akureyri en hann er ekki á gjörgæsludeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert