Harmar úrsagnir úr miðstjórn ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Sterk verka­lýðshreyf­ing er gríðarlega mik­il­væg um þess­ar mund­ir eins og alla jafna á krísu­tím­um. Ég harma úr­sagn­ir úr miðstjórn ASÍ enda er samstaða hreyf­inga launa­fólks ein af grunn­for­send­um þess að staðinn sé vörður um kjör al­menn­ings.

Þetta skrif­ar Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, á Face­book-síðu sína. Mik­il ólga er inn­an ASÍ og hafa verka­lýðsleiðtog­arn­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son og Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son sagt sig frá störf­um inn­an sam­bands­ins í kjöl­far ágrein­ings um viðbrögð við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Harpa Sæv­ars­dótt­ir, vara­formaður VR, sem átti einnig sæti í miðstjórn ASÍ, gerði slíkt hið sama í morg­un.

Vil­hjálm­ur og Ragn­ar Þór voru meðal þeirra sem vildu að mót­fram­lag at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð yrði tíma­bundið skert, til að aðstoða fyr­ir­tæki en þeirri til­lögu var hafnað.

„Þær tillög­ur sem nú er deilt um og ganga út á skerðing­ar á rétt­ind­um launa­fólks úr líf­eyr­is­sjóðum voru til umræðu þar en um þær voru afar skipt­ar skoðanir. Það er vara­samt að skerða rétt­indi launa­fólks úr líf­eyr­is­sjóðum til allr­ar framtíðar. Það má vel gagn­rýna líf­eyr­is­sjóðakerfið en ég mun standa vörð um þann rétt sem vinn­andi fólk hef­ur áunnið sér eins og nokk­ur kost­ur er, enda er líf­eyr­ir­inn senni­lega með mik­il­væg­ari rétt­ind­um sem fólk á. Það er freist­andi að fara sí­fellt inn í líf­eyr­is­rétt­ind­in til að leita lausna við tíma­bundn­um vanda en þeim mun mik­il­væg­ara að hreyf­ing­in standi í lapp­irn­ar,“ skrif­ar Drífa á Face­book.

Hún seg­ir að ef eigi að krukka í rétt­ind­um vinn­andi fólks þá þurfi það að ger­ast í stærra sam­hengi, í sam­ráði og sam­tali við op­in­bera markaðinn, at­vinnu­rek­end­ur og stjórn­völd.

„Ef farið er inn í kjara­samn­inga verða hags­mun­ir launa­fólks að vera tryggðir með öðrum hætti og þeim bætt upp skerðing­in. Þetta er mitt viðhorf og það hef­ur ekki breyst síðustu vik­ur,“ seg­ir Drífa og bæt­ir við að ASÍ muni halda áfram að vinna í stór­um verk­efn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert