Nú þegar búið að ráða 116 bakverði til starfa

Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Í dag, 2. apríl, höfðu rúm­lega 1.000 manns skráð sig á lista bakv­arðasveit­ar heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Á skrá eru ein­stak­ling­ar úr 13 lög­gilt­um heil­brigðis­stétt­um sem hafa boðið fram aðstoð sína. Þetta kem­ur fram á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Nú þegar er búið að ráða 116 bakverði til starfa á heil­brigðis­stofn­un­um hins op­in­bera. Þar af 72 hjúkr­un­ar­fræðinga, 34 sjúkra­liða, fjóra lyfja­tækna, þrjá lækna, tvo hjúkr­un­ar­fræðinema og einn lækna­nema.

Stétt­ar­fé­lög­in hafa átt frum­kvæði og lagt mál­inu lið, meðal ann­ars með því að kynna bakv­arðasveit­ina meðal fé­lags­manna sinna. Nem­ar í lækn­is­fræði og hjúkr­un­ar­fræði geta einnig skráð sig á lista bakv­arðasveit­ar­inn­ar og hafa þó nokkr­ir liðsmenn bæst í bakv­arðasveit­ina úr þeirra röðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert