„Ég vil að þetta sé rætt“

Frosti Sigurjónsson er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og var einnig formaður …
Frosti Sigurjónsson er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og var einnig formaður efnahags- og viðskiptanefndar. mbl.is/Styrmir Kári

„Mín niðurstaða er þessi: við get­um alltaf komið hag­kerf­inu í lag aft­ur en við get­um ekki fengið líf­in til baka sem tap­ast. Og ég vil að þetta sé rætt, ekk­ert hálf­kák og ekki reynt að snúa út úr spurn­ing­um,“ seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi alþing­ismaður, í sam­tali við mbl.is.

Frosti hef­ur verið mikið í umræðunni vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og hef­ur gagn­rýnt yf­ir­völd fyr­ir ógagn­sæi og stefnu­leysi svo eitt­hvað sé nefnt. Í síðustu viku sendi hann ásamt Ólínu Þor­varðardótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, opið bréf til sótt­varn­aráðs þar sem farið er fram á að ráðið leggi stefnu sína fram með form­leg­um hætti.

Eðli­legt að sótt­varn­aráð rök­styðji ákv­arðanir sín­ar

„Til­efnið er að sótt­varn­aráð tók 14. fe­brú­ar mjög stór­ar og af­drifa­rík­ar ákv­arðanir og í ljósi þess hvað þær ákv­arðanir hafa mik­il áhrif á allt mann­líf og efna­hags­líf í land­inu finnst okk­ur eðli­legt að ráðið leggi stefnu sína fram með form­leg­um hætti líkt og pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans. Skýri frá helstu for­send­um og rök­um sem stefn­an bygg­ist á og hvort aðrir val­kost­ir hafi verið metn­ir og hvers vegna þessi leið hafi verið far­in,“ út­skýr­ir Frosti og held­ur áfram:

„Í lýðræðis­sam­fé­lagi er nauðsyn­legt að ákv­arðanir stjórn­valda séu tekn­ar með gagn­sæj­um hætti og það sé hægt að ræða þær. Ég held að það hafi verið hoppað yfir það skref. Í bréf­inu erum við að spyrja spurn­inga, hver sé raun­veru­lega stefn­an þ.e. hvort hún sé að hægja á út­breiðslunni eða stöðva hana. Það eru þær tvær stefn­ur sem hafa verið notaðar hjá mis­mun­andi ríkj­um. Asíu­rík­in hafa verið að stöðva veiruna og nán­ast tek­ist það á meðan Vest­ur­lönd­in hafa reynt að hægja á henni og gengið mjög illa með það.“

Útúr­snún­ing­ar frek­ar en svör

Frosti seg­ir mjög mik­il­vægt að þess­um spurn­ing­um sé svarað og tel­ur að það hafi ekki verið gert með full­nægj­andi hætti þrátt fyr­ir til­raun­ir til þess. Í bréf­inu er m.a. spurt hvaða stefnu stjórn­völd hér á landi beiti í bar­áttu við far­ald­ur­inn. Hvort verið sé að beita skaðam­innk­un og reyna hægja á út­breiðslunni (e. mitigati­on) þannig að spít­al­ar hafi und­an og mann­fall verði minna eða hvort verið sé að reyna stöðva far­ald­ur­inn með ein­angr­un eða bæl­ingu (e. supp­ressi­on).

Á upp­lýs­inga­fundi í síðustu viku fór Þórólf­ur sótt­varna­lækn­ir yfir þær aðgerðir sem stjórn­völd  beittu og benti við það tæki­færi á að það væri í raun verið að beita aðgerðum úr báðum stefn­um til að ná sem best­um ár­angri miðað við aðstæður hér á landi.

Að mati Frosta var þar um að ræða út­úr­snún­inga frek­ar en svör. Þá gagn­rýn­ir hann þing­menn harðlega fyr­ir að þora ekki að láta í sér heyra og seg­ir stjórn­ar­and­stöðuna í sjálf­skipaðri þögg­un lamaða af ótta við að vera sökuð um lýðskrum. Sjálf­ur seg­ist hann ekki græða neitt á sinni gagn­rýni nema leiðindi og hann tek­ur líka fyr­ir að ætla sér aft­ur inn á Alþingi, sér renni ein­fald­lega blóðið til skyld­unn­ar.

„Ég myndi mjög gjarn­an vilja stein­halda kjafti og gera ekki neitt en ég sé bara að það er eng­inn að segja neitt. Það eru manns­líf í húfi,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert