Þorsteinn tekur við Hornsteini

Þorsteinn Víglundsson, tekur við BM Vallá að nýju.
Þorsteinn Víglundsson, tekur við BM Vallá að nýju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Þorsteinn hefur störf hjá félaginu þann 16. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. 

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf., og eru þau rótgróin en sögu þeirra má rekja allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Hjá fyrirtækjunum starfa um 200 manns á starfsstöðvum víða um land en skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða.

Eigendur Hornsteins eru Heidelberg (53%) og Íslensk jarðefni ehf. (47%). Heidelberg er í eigu Norcem AS í Danmörku sem er í eigu HeidelbergCement AG í Þýskalandi, en Norcem framleiðir og selur sement víða á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Eigendur Íslensks jarðefnis eru íslenskir aðilar úr verktakageiranum.

Þorsteinn þekkir vel til starfsemi fyrirtækisins, en hann starfaði áður sem forstjóri BM Vallá á árunum 2002 til 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert