Bandaríkin reiðubúin að rétta Íslendingum hjálparhönd

Jeffrey Ross Gunter sendiherra.
Jeffrey Ross Gunter sendiherra.

Ísland er í fararbroddi í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og heimsbyggðin öruggari og heilbrigðari, þökk sé fórnfýsi Íslendinga.

Þetta segir sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í þakkarbréfi til íslensku þjóðarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Bandaríkin séu reiðubúin að rétta Íslendingum hjálparhönd og muni á næstu vikum leita leiða til að styðja við íslenskar heilbrigðisstofnanir og starfsfólk, að því er fram kemur í grein sendiherrans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert