Megum búast við áframhaldandi smiti í samfélaginu

Blaðamannafundur almannavarna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Blaðamannafundur almannavarna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Við meg­um bú­ast við áfram­halda­andi smiti í sam­fé­lag­inu, reynsla annarra þjóða hef­ur sýnt það að smitið verður viðvar­andi en hversu lengi er ómögu­legt að segja. Það er því mik­il­vægt að vera áfram dug­leg að taka sýni og við þurf­um að vera viðbúin því að hóp­sýk­ing­ar geti áfram brot­ist út ef við gæt­um ekki að okk­ur og þurf­um að halda áfram ár­vekni.

„Þetta þýðir það að stór hóp­ur sam­fé­lags­ins er lík­lega mót­tæki­leg­ur fyr­ir þess­ari veiru. Við vit­um nátt­úr­lega ekki ná­kvæm­lega hvað hóp­ur­inn er stór en mót­efna­mæl­ing­ar sem fyr­ir­hugað er að gera síðar í mánuðinum munu vænt­an­lega svara því bet­ur. Allt þetta þurf­um við að hafa í huga þegar við erum að hugsa um aðgerðir næstu mánaða og verðum að tryggja að far­ald­ur­inn fari ekki aft­ur á flug þannig að aðgerðir okk­ar þurfi að fara aft­ur á byrj­un­ar­reit.“

Þetta sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna. Smit­um síðastliðinn sól­ar­hring fjölgaði um 14 en óvenjufá sýni voru tek­in und­an­far­inn sól­ar­hring að sögn Þórólfs. Einn lést vegna COVID-19-sjúk­dóms­ins und­an­far­inn sól­ar­hring. 

Tak­mark­an­ir lík­lega í gildi yfir sum­ar­tím­ann

Næstu skref eru að fylgj­ast mjög náið með framþróun far­ald­urs­ins og við þurf­um að bregðast mjög hart við staðbundn­um sýk­ing­um eins og gert hef­ur verið fram að þessu. Varðandi hvað tek­ur við eft­ir 4. maí seg­ir Þórólf­ur ljóst að þá muni hefjast aðgerðir til að létta á þeim tak­mörk­un­um sem gripið hef­ur verið til til þessa.

Hann tók þó fram að það væri ekki til nein rétt aðferð til að aflétta tak­mörk­un­um og að þjóðir heims­ins myndu gera það með mis­mun­andi hætti eft­ir því sem yf­ir­völd í hverju landi teldu að hentaði best. 

Lands­menn verði bún­ir und­ir tak­mark­an­ir á stór­ar sam­kom­ur í sum­ar

Þetta verður hins veg­ar að gera á til­tölu­lega löng­um tíma þannig að við séum nokk­urn veg­inn viss um að far­ald­ur­inn blossi ekki upp að nýju. Þórólf­ur mun á næstu dög­um senda til­lög­ur um hvernig best sé að aflétta tak­mörk­un­um sem eru í gildi núna. Það verður þó lík­lega ekki fyrr en eft­ir páska. Eng­um af nú­ver­andi aðgerðum verður aflétt fyrr en eft­ir 4. maí.

Það verður að aflétta aðgerðum hægt í skref­um og hvert skref mun taka þrjár til fjór­ar vik­ur þannig að aflétt­ing mun lík­lega ná yfir sum­ar­tím­ann. Ef það kem­ur hins veg­ar í ljós að aflétt­ing aðgerða mun hafa í för með sér aukn­ingu á sjúk­dómn­um kem­ur vel til greina að herða á aðgerðum aft­ur þannig að það borg­ar sig að fara frek­ar hægt. Þórólf­ur biður lands­menn að vera und­ir það búna að tak­mark­an­ir verði sett­ar á stór­ar sam­kom­ur í sum­ar.

Aðgerðir eins og handþvott­ur, að spritta hend­ur, virða tveggja metra reglu og fleira verða lík­lega áfram í gildi út þetta ár. Þá mun þurfa að setja tak­mark­an­ir á komu ferðamanna til lands­ins og verið er að hugsa hvernig best sé að út­færa það. Þórólf­ur bind­ur ekki von­ir við að bólu­efni muni leysa stóru vanda­mál­in varðandi kór­ónu­veiruna og við verðum að reiða okk­ur áfram á þær aðgerðir sem við höf­um notað und­an­farið.

Ekki fleiri and­lát en bú­ist var við

Spurður hvort að fjöldi and­láta sem hafa átt sér stað hér á landi séu fleiri en bú­ist var við á þess­um tíma­punkti sagði Þórólf­ur að svo væri í raun ekki og að í byrj­un hefði verið bú­ist við fleiri gjör­gæslu­til­fell­um en raun­in hef­ur verið. Hann tel­ur að fjöldi and­láta séu nokk­urn veg­inn eins og bú­ist við við þó að skipt­ar skoðanir hafi verið um það í byrj­un far­ald­urs­ins.

Hann sagðist ósköp ánægður með að far­ald­ur­inn hafi ekki náð að breiða mikið úr sér á Aust­ur­landi en að það væri þó mögu­leiki að hann kæmi upp þar seinna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert