„Þarf alltaf köku?“

Snorri Magnússon ávarpar samstöðufund BSRB, BHM og Félags hjúkrunarfræðinga í …
Snorri Magnússon ávarpar samstöðufund BSRB, BHM og Félags hjúkrunarfræðinga í Háskólabíói 30. janúar í ár þar sem umræðuefnið var kjarasamningar, eða öllu heldur fjarvera þeirra. Hjúkrunarfræðingar undirrituðu kjarasamning sinn rétt í þessu. Ljósmynd/Jón Svavarsson

„Staðan er ein­fald­lega sú að við erum núna búin að vera með lausa samn­inga í heilt ár eins og ýms­ir aðrir op­in­ber­ir starfs­menn,“ seg­ir Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, í sam­tali við mbl.is um stöðu kjara­mála þessa dag­ana.

Seg­ir Snorri lög­reglu­menn hafa verið sam­ferða fleiri stétt­um hins op­in­bera í vinnu varðandi svo dæmi sé tekið stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar „sem kláraðist rétt áður en skellt var í lás vegna kór­ónu­veirunn­ar“.

Seg­ir Snorri nú komið að lög­reglu­mönn­um að ræða sér­mál stétt­ar­inn­ar, svo sem launaliðinn. „Það er eng­in laun­ung á því að við kjara­samn­inga­gerðina árið 2015 var unnið skipu­lega að því, í fram­haldi þeirra viðræðna, að færa upp­bygg­ingu launa­töflu okk­ar aft­ur til þess horfs sem var áður en launa­töfl­ur tóku al­mennt að skekkj­ast, í inn­byrðis sam­ræmi þeirra og í raun að eyðileggj­ast frá og með öll­um kjara­samn­ing­um sem gerðir voru haustið 2008 og allt fram til 2015,“ seg­ir Snorri.

Inn­byrðis ójafn­vægi í launa­töflu

Bæt­ir hann því við að ein­hver fé­lög hafi fengið töfl­ur sín­ar leiðrétt­ar nú þegar, en lög­reglu­menn sitji hins veg­ar eft­ir með óleiðrétta töflu og auk þess inn­byrðis ójafn­vægi í henni. Enn eigi auk þess eft­ir að út­kljá bók­un sem kom inn í kjara­samn­ing­inn árið 2015. „Það er svo­kölluð bók­un 7 sem á ræt­ur sín­ar að rekja aft­ur til árs­ins 1987,“ út­skýr­ir Snorri. „Þá kom inn í kjara­samn­ing­inn sér­stakt fylgiskjal um vopna­b­urð lög­reglu­manna. Í grunn­inn snýst málið ein­fald­lega um að búið er að stór­auka ábyrgð lög­reglu­manna með breyttu fyr­ir­komu­lagi varðandi til dæm­is staðsetn­ingu skot­vopna en al­ger­lega án þess að rík­is­valdið hafi tekið til­lit til þess í launa­setn­ing­unni,“ seg­ir Snorri.

Snorri Magnússon segir langlundargeð íslenskra lögreglumanna með ólíkindum.
Snorri Magnús­son seg­ir lang­lund­ar­geð ís­lenskra lög­reglu­manna með ólík­ind­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á sín­um tíma hafi verið gengið frá sér­stakri greiðslu til handa lög­reglu­mönn­um vegna vopna­b­urðar og starfs­skyldna vegna þeirra auknu ábyrgðar, sem hon­um fylgdi, sem skyldu þá taka laun sem lög­reglu­menn í sér­hæfðu starfi. Það sam­komu­lag hafi verið fellt úr kjara­samn­ing­um haustið 1997 enda hafi á þeim tíma verið búið að ganga sér­stak­lega frá greiðslum með öðrum hætti til þeirra lög­reglu­manna sem störfuðu í vopnaðri sveit lög­reglu­manna, sem á þeim tíma var ein­göngu sér­sveit lög­regl­unn­ar.

Auk­in ábyrgð á sömu laun­um

„Á umliðnum árum hef­ur starfs­um­hverfi lög­reglu­manna tekið al­ger­um stakka­skipt­um og er mál­um háttað þannig nú til dags að al­menn­ir lög­reglu­menn hljóta mun meiri og tíðari þjálf­un í notk­un skot­vopna en var á þeim árum þegar gengið var frá of­an­greind­um atriðum í kjara­samn­ingi.  Al­menn­um lög­reglu­mönn­um er nú ætlað meira og stærra hlut­verk en áður í viðbragði við vopna­mál­um og er, í al­mörg­um til­vik­um, búið að færa skot­vopn, sem áður voru geymd inni á lög­reglu­stöðvum, í sér­stak­ar læst­ar hirsl­ur í lög­reglu­bíl­um,“ seg­ir í minn­is­blaði Lands­sam­bands­ins um áður­nefnda bók­un 7 frá 1987.

Kem­ur þar enn frem­ur fram að Lands­sam­band lög­reglu­manna hafi rætt við samn­inga­nefnd rík­is­ins árin 2013 og 2014 um þetta gjör­breytta lands­lag og stór­aukna ábyrgð sem lögð væri á herðar lög­reglu­manna. „Ekk­ert þokaðist í sam­komu­lags­átt í þess­um efn­um sem aft­ur varð til þess, við kjara­samn­ings­gerð Lands­sam­bands lög­reglu­manna, árið 2015, að málið var enn á ný tekið út fyr­ir sviga, að þessu sinni með svo­kallaðri „Bók­un 7“. Enn og aft­ur voru báðir samn­ingsaðilar fullmeðvitaðir um inn­tak bók­un­ar­inn­ar og til­gang henn­ar sem var að end­ur­spegla, með ein­hverj­um hætti, í laun­um lög­reglu­manna, þá auknu ábyrgð sem búið var að leggja á herðar þeim með auk­inni þjálf­un og breyttu lands­lagi varðandi geymslu skot­vopna,“ seg­ir í minn­is­blaðinu og auk­in­held­ur að Lands­sam­band lög­reglu­manna krefj­ist þess að lög­reglu­menn fái greitt fyr­ir þá ábyrgð og áhættu sem fylgi störf­um þeirra, ekki síst hvað vopna­b­urð snert­ir. Til þessa beri at­vinnu­rek­anda að taka til­lit.

Þarf að færa ráðherra köku?

„Lang­lund­ar­geð lög­reglu­manna í þess­um efn­um hef­ur verið ótrú­legt,“ seg­ir Snorri og bæt­ir því við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem lög­reglu­menn standi samn­ings­laus­ir í rúmt ár. „Síðast gerðist það í fjár­málaráðherratíð nú­ver­andi for­seta Alþing­is [Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar]. Við færðum hon­um meira að segja köku utan við Alþingi í til­efni þeirra tíma­móta,“ rifjar Snorri upp. „Hann ein­hverra hluta vegna gat ekki veitt henni viðtöku sjálf­ur, en bað starfs­mann Alþing­is um að taka við henni.

Lögreglumenn afhenda þáverandi fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, köku fyrir utan …
Lög­reglu­menn af­henda þáver­andi fjár­málaráðherra, Stein­grími J. Sig­fús­syni, köku fyr­ir utan Alþing­is­húsið í maí 2010 til jarteikna um samn­inga­leysi sitt. Ráðherra veitti kök­unni þó ekki viðtöku í eig­in per­sónu. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Ef það er það sem þarf til að ná samn­ingi, að færa fjár­málaráðherra köku, þá er það ekki stóra málið fyr­ir okk­ur og al­gjör óþarfi að draga samn­inga á lang­inn fyr­ir eina al­menni­lega köku, en þarf alltaf köku?“ seg­ir Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert