Ráðherranefnd um ríkisfjármál hefur setið á fundi frá klukkan 16 í dag til að ræða næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar.
Þetta kom fram í útvarpsfréttum RÚV.
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eiga fast sæti í nefndinni.
Vinnan við pakkann er sögð langt komin en búist er við að fundurinn standi fram á kvöld. Búist er við að tilkynnt verði hvað felst í aðgerðapakkanum síðar í vikunni.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á blaðamannfundi í dag að hann hefði sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvaða skref skuli tekin í afléttingu aðgerða þegar þar að kemur, 4. maí.