Í minnisblaði sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins eftir 4. maí er lagt til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarkaði 2.000 manns út ágúst.
Verslunarmannahelgin er í byrjun ágúst og fellur því undir þessar væntanlegu takmarkanir.
Þar segir enn fremur að tillögur að nánari útfærslu á málinu verði sendar síðar.
„Þar sem vel hefur gengið að hindra framgang veirunnar hér á landi er líklegt að ónæmi í samfélaginu gegn henni sé lítið en ætlunin er að fá frekari staðfestingu á því með mótefnamælingum. Þetta þýðir að ef slakað er um of á þeim aðgerðum sem í gangi eru er hætt við að faraldurinn blossi upp aftur,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis.