Skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir COVID-19 hefst á morgun. Búið er að opna fyrir bókanir á vef Íslenskrar erfðagreiningar en skimunin er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Skimað verður á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima. Þeim sem finna til einhverra einkenna er bent á að hafa samband við 450-4500 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.
Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl.
Hægt er að velja á milli fimm skimunarstaða:
Æskilegt er að drepa á bílnum meðan beðið er og mun heilbrigðisstarfsfólk taka sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstaða greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.
Skimað verður á sunnanverðum Vestfjörðum á næstu dögum eða vikum.
Hér er hægt að bóka tíma í skimun á norðanverðum Vestfjörðum.