Þingfundi slitið eftir fimm mínútur

Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, var heitt í hamsi í …
Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, var heitt í hamsi í upphafi þingfundar. Skjáskot/Alþingi

Þing­fund­ur sem hófst á Alþingi klukk­an hálfell­efu í morg­un ent­ist ekki í nema fimm mín­út­ur áður en hon­um var slitið af Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta þings­ins. Áður hafði Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, gagn­rýnt að of marg­ir þing­menn væru í saln­um og að slíkt væri brot á sótt­varna­lög­um. Var hann auðsjá­an­lega pirraður yfir stöðunni.

Jón Þór kom í pontu und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta og hóf ræðu sína á að vitna í sótt­varna­lög. Í þeim stæði að það væri lög­bund­in skylda hvers ein­stak­lings að gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálf­an sig né aðra.

Næst nefndi Jón Þór að sam­kvæmt regl­um um sam­komu­bann mættu aðeins 20 þing­menn vera í saln­um á sama tíma. Hann hóf næst að telja þing­menn og taldi 26 þing­menn og það voru „bara þeir sem ég sé“ sagði Jón Þór.

Hann var gáttaður á því að því að þurfa benda for­seta Alþing­is á að hann væri ekki að haga sér í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar sem gerðar hafa verið í sam­fé­lag­inu um að virða sam­komu­bann. Jón Þór sagði að karpað hefði verið við for­seta í all­an gær­dag um hvaða mál færu á dag­skrá í dag.

„Hann veit það að ef hann er að fara að setja mál á dag­skrá sem ágrein­ing­ur er um þá að sjálf­sögðu mæt­um við þing­menn hingað og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu, að halda þing­fund­inn svona og hafa dag­skrána svona, hann hef­ur dag­skrár­valdið,“ sagði Jón Þór en var alls ekki hætt­ur:

„Þetta er ólíðandi að bjóða starfs­fólki upp á þetta, sem er komið í meiri sýk­ing­ar­hættu vegna þessa. Það er ólíðandi að bjóða þing­inu upp á þetta og það er ólíðandi að bjóða lýðræðinu upp á þetta. For­seti þarf að afmá þessa dag­skrá af mál­um sem ágrein­ing­ur er um og virða sótt­varna­lög.“

Stein­grím­ur stóð því næst upp og sleit fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka