Fyrirtækjunum blæðir út

Yfir fimmtíu þúsund manns verða á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins.
Yfir fimmtíu þúsund manns verða á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins.

Staða ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja er al­var­leg og stjórn­völd þurfa að grípa til sér­tækra aðgerða þeim til varn­ar. Þetta seg­ir Jó­hann­es Þ. Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, og seg­ir þá mynd af stöðu grein­ar­inn­ar sem KMPG hef­ur teiknað fyr­ir ferðamála­yf­ir­völd ríma við veru­leik­ann.

„Fyr­ir­tækj­un­um er að blæða út og því þarf að bregðast við. Einnig þarf að gera fólki kleift að ein­fald­lega loka fyr­ir­tækj­um sín­um meðan áhrifa far­ald­urs­ins gæt­ir, þannig að ekki þurfi að greiða gjöld meðan lok­un var­ir,“ seg­ir Jó­hann­es.

Heild­ar­skuld­ir ferðaþjón­ust­unn­ar á Íslandi eru nú tald­ar vera um 300 millj­arðar. Mikið hef­ur verið fjár­fest á und­an­förn­um árum og tekj­ur auk­ist lítið á sama tíma, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morgu­blaðinu í dag.

Heim­il­in þarfn­ist aðgerða

Gögn Vinnu­mála­stofn­un­ar um at­vinnu­leysi í apríl benda til að um eða yfir fimm­tíu þúsund manns verði á at­vinnu­leys­is­skrá í lok mánaðar­ins, sem sam­svar­ar nokk­urn veg­inn sam­an­lögðum íbúa­fjölda þriggja lands­hluta; Suður­nesja, Vest­ur­lands og Vest­fjarða.

„Heim­il­in þarfn­ast aðgerða,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra. „Það blas­ir við að bank­arn­ir hafa ekki skilað vaxta­lækk­un­um Seðlabank­ans til sinna viðskipta­vina. Heim­il­in í land­inu eru und­ir­staða hag­kerf­is­ins.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert