Bankar of áhættufælnir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Skjáskot/RÚV

Ein af mis­tök­um hruns­ins voru þau að skil­grein­ing­in á hvað teld­ist refsi­verð hátt­semi banka var of víðtæk og fyr­ir vikið er áhættu­fælni ís­lenskra banka mjög mik­il. Þetta sagði Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í Silfr­inu á RÚV í dag en hún var gest­ur þátt­ar­ins ásamt Höllu Gunn­ars­dótt­ur, nýj­um fram­kvæmda­stjóra Alþýðusam­bands­ins.

Heiðrún sagði að um 20 dóm­ar um umboðssvik hefðu fallið í hrun­inu, þar sem menn hefðu verið dæmd­ir fyr­ir gá­leys­is­leg út­lán. „Fram til þess tíma höfðum við talið að vond­ar viðskipta­leg­ar ákv­arðanir hefðu ekki í eðli sínu tal­ist refsi­verðar.“

Þetta gæti haft af­leiðing­ar er kem­ur að fram­kvæmd svo­kallaðra brú­ar­lána, lána til fyr­ir­tækja sem hafa orðið illa úti í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um en hið op­in­bera hyggst gang­ast í ábyrgð fyr­ir hluta þeirra.

„Nú ger­um við ráð fyr­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæki spyrji sig með brú­ar­leiðina, þar sem þau eiga að taka á sig hluta þess­ara lána, hvort þau eigi að veita láns­fé til fyr­ir­tækja sem strangt til tekið sam­kvæmt skil­grein­ingu gjaldþrota­rétt­ar eru ógjald­fær.“

Aðspurð sagði hún mögu­legt að ríkið þyrfti að ábyrgj­ast lán­in að fullu, eða þá að víðtæk­ari sátt þyrfti við aðra kröfu­hafa. „Það geng­ur ekki að bank­arn­ir eða ríkið séu nú að veita ný lán en svo geti aðrir kröfu­haf­ar stigið inn og óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um eða reynt að end­ur­heimta sín­ar kröf­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert