Joe Biden, forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, óskaði kristnum rétttrúnaðarmönnum gleðilegra páska á Twitter í gær. „Þessi faraldur skilur okkur að, en við verðum að halda í trúna,“ skrifaði hann. „Eins og Kierkegaard sagði, sér trúin best í myrkri.“
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, svaraði Biden með þeim orðum að í raun og veru væri ekki nokkur minnsta þörf á trú. „Reyndar er engin minnsta þörf á trú, herra. Allt sem þú þarft eru vísindin. Og ást myndi ekki skemma fyrir heldur. En aðallega vísindi,“ skrifaði hann.
Actually, sir, there is no need for any faith whatsoever. All you need is science. Also, love wouldn't hurt.
— Helgi Hrafn Gunnarsson (@helgihg) April 19, 2020
But mostly you need science.
Helgi Hrafn er sem kunnugt er ekki kristinn maður, ólíkt Biden sem er rómversk-kaþólskrar trúar og kvað sækja messur reglulega, þó að slíkt liggi niðri á þessari stundu.
Einhver viðbrögð fékk Helgi Hrafn á tístið, sumir láta sér það vel lynda en aðrir ekki, og einn svarar því þá á leið að það sé „heimsmet í yfirlæti.“
Hæ öhh æ trú á andlega tilveru og almenn rækt við trú getur alveg verið hjálpleg það fer eftir fólki.
— vísundamaður 🐀 (lilja) (@smjorfluga) April 19, 2020