Séra Skírni vikið frá störfum

Sr. Skírni Garðarssyni héraðspresti hefur verið vikið frá störfum vegna …
Sr. Skírni Garðarssyni héraðspresti hefur verið vikið frá störfum vegna brota á starfs- og siðareglum og fyrir að rjúfa trúnaðarskyldu presta. Ljósmynd/Mosfellingur

Sr. Skírni Garðarssyni héraðspresti hefur verið vikið frá störfum vegna brota á starfs- og siðareglum og fyrir að rjúfa trúnaðarskyldu presta. 

Í viðtali við Vísi þann 11. apríl greindi Skírnir frá viðkvæmum málefnum sóknarbarns, frá þeim tíma sem hann starfaði sem prestur við Lágafellssókn. Sóknarbarnið sem um ræðir starfaði sem bakvörður í heil­brigðisþjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík þangað á föstu­dag­inn langa, þegar hún hún var hand­tek­in, sökuð um að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um og mis­farið með lyf. Er það mat þjóðkirkjunnarmeð viðtalinu hafi Skírnir rofið trúnaðarskyldu presta og brotið starfs - og siðareglur. Hann hefur því lokið þjónustu sinni fyrir íslensku þjóðkirkjuna. 

Skírni var vikið frá störf­um í Lágafellssókn í des­em­ber 2015 vegna sam­skipta­örðug­leika hans og sr. Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests. Bisk­up Íslands ákvað að búa til nýja stöðu fyr­ir Skírni og skipaði hún hann héraðsprest og færði í annað pró­fast­dæmi í von um að leysa vanda sem kom­inn var upp í kirkj­unni vegna sam­skipta­örðug­leika Skírn­is og Ragn­heiðar. 

Skírnir hefur haft starfsskyldur sem héraðsprestur frá því að hann lauk störfum við Lágafellssókn. Staðan sem búin var til var ekki aug­lýst. Ann­ar prest­ur verður skipaður í stað Skírn­is. Prest­arn­ir tveir voru send­ir í leyfi í byrj­un nóv­em­ber 2015 og áttu þau bæði að koma til starfa í byrj­un árs 2016. Skírn­ir sagði í sam­tali við mbl.is um miðjan nóv­em­ber að hann hefði séð sig knú­inn til að flytja skrif­stofu sína heim til sín og starfa þar að hluta vegna ágrein­ings á vinnustaðnum.

Í tilkynningu frá þjóðkirkjunni segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar kemur að trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og að trúnaðarskylda presta sé hornsteinn í sambandi þeirra við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta. 

Hafa ber í huga að hverjum presti ber að tilkynna öll saknæm mál er varða börn og ungmenni til þar til bærra yfirvalda. Að öllu öðru leiti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun,“ segir í tilkynningunni. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka