Séra Skírni vikið frá störfum

Sr. Skírni Garðarssyni héraðspresti hefur verið vikið frá störfum vegna …
Sr. Skírni Garðarssyni héraðspresti hefur verið vikið frá störfum vegna brota á starfs- og siðareglum og fyrir að rjúfa trúnaðarskyldu presta. Ljósmynd/Mosfellingur

Sr. Skírni Garðars­syni héraðspresti hef­ur verið vikið frá störf­um vegna brota á starfs- og siðaregl­um og fyr­ir að rjúfa trúnaðarskyldu presta. 

Í viðtali við Vísi þann 11. apríl greindi Skírn­ir frá viðkvæm­um mál­efn­um sókn­ar­barns, frá þeim tíma sem hann starfaði sem prest­ur við Lága­fells­sókn. Sókn­ar­barnið sem um ræðir starfaði sem bakvörður í heil­brigðisþjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík þangað á föstu­dag­inn langa, þegar hún hún var hand­tek­in, sökuð um að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um og mis­farið með lyf. Er það mat þjóðkirkj­unn­armeð viðtal­inu hafi Skírn­ir rofið trúnaðarskyldu presta og brotið starfs - og siðaregl­ur. Hann hef­ur því lokið þjón­ustu sinni fyr­ir ís­lensku þjóðkirkj­una. 

Skírni var vikið frá störf­um í Lága­fells­sókn í des­em­ber 2015 vegna sam­skipta­örðug­leika hans og sr. Ragn­heiðar Jóns­dótt­ur sókn­ar­prests. Bisk­up Íslands ákvað að búa til nýja stöðu fyr­ir Skírni og skipaði hún hann héraðsprest og færði í annað pró­fast­dæmi í von um að leysa vanda sem kom­inn var upp í kirkj­unni vegna sam­skipta­örðug­leika Skírn­is og Ragn­heiðar. 

Skírn­ir hef­ur haft starfs­skyld­ur sem héraðsprest­ur frá því að hann lauk störf­um við Lága­fells­sókn. Staðan sem búin var til var ekki aug­lýst. Ann­ar prest­ur verður skipaður í stað Skírn­is. Prest­arn­ir tveir voru send­ir í leyfi í byrj­un nóv­em­ber 2015 og áttu þau bæði að koma til starfa í byrj­un árs 2016. Skírn­ir sagði í sam­tali við mbl.is um miðjan nóv­em­ber að hann hefði séð sig knú­inn til að flytja skrif­stofu sína heim til sín og starfa þar að hluta vegna ágrein­ings á vinnustaðnum.

Í til­kynn­ingu frá þjóðkirkj­unni seg­ir að prest­ar gegni afar sér­stöku hlut­verki þegar kem­ur að trúnaði gagn­vart skjól­stæðing­um sín­um og að trúnaðarskylda presta sé horn­steinn í sam­bandi þeirra við sókn­ar­börn og aðra skjól­stæðinga. Rjúfi prest­ur þessa trúnaðarskyldu gagn­vart ein­hverj­um skjól­stæðingi sín­um er það al­var­legt mál sem varðar við starfs - og siðaregl­ur presta. 

Hafa ber í huga að hverj­um presti ber að til­kynna öll sak­næm mál er varða börn og ung­menni til þar til bærra yf­ir­valda. Að öllu öðru leiti geym­ir prest­ur líf­sögu manna hjá sjálf­um sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köll­un,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert