50.000 fá atvinnuleysisbætur

Í síðustu viku spáði Vinnumálastofnun 17% atvinnuleysi í aprílmánuði en …
Í síðustu viku spáði Vinnumálastofnun 17% atvinnuleysi í aprílmánuði en það var 9,2% í mars og hækkaði þá úr 5% atvinnuleysi sem var í febrúar. mbl.is/Ómar Óskarsson

50.000 einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysistryggingar að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um þessar mundir, samkvæmt frétt Vinnumálastofnunar. Aldrei hafa fleiri nýtt sér þjónustu Vinnumálastofnunar en nú.

„Þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma og leggur starfsfólk Vinnumálastofnunar allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli“, segir í fréttinni. 

Í síðustu viku spáði Vinnumálastofnun 17% atvinnuleysi í aprílmánuði en það var 9,2% í mars og hækkaði þá úr 5% atvinnuleysi sem var í febrúar. Spá­ir stofn­un­in því að at­vinnu­leysi muni svo lækka í maí sök­um auk­inna um­svifa á ákveðnum sviðum efna­hags­lífs­ins.

Í gær spáði Hagsjá Landsbankans allt að 40% atvinnuleysi á smærri stöðum sem eru hvað mest háðir ferðaþjónustu.

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn spáði á dög­un­um að at­vinnu­leysi hér á landi yrði að meðaltali 8% á þessu ári, og 7% á því næsta. Til sam­an­b­urðar var at­vinnu­leysið hér 3,6% á ár­inu 2019.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert