Fagna aðgerðum stjórnvalda

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök iðnaðarins fagna öðrum aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var í gær og segja pakkann taka mið af þeim neikvæðu efnahagslegu áhrifum sem veiran hefur hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SI. Þar segir að ljóst sé að þörf er á frekari aðgerðum til að ná þríþættu markmiði þeirra; að í þeim felist fullnægjandi varnir, vernd og viðspyrna.

Umfang aðgerðanna 20 úr tveimur aðgerðapökkum stjórnvalda er um 290 milljarðar króna eða um 10% af landsframleiðslu. 

Fyrri pakkinn var mun umfangsmeiri en hinn síðari eða um 230 ma.kr. samanborið við 60 ma.kr. í seinni pakkanum. Seinni pakkinn er með mikilli áherslu á aukinn stuðning til lítilla fyrritækja í rekstrarörðugleikum þar sem lagðir eru til lokunarstyrkir, stuðningslán og tekjuskattsjöfnun. Í heild eru þessir pakkar tveir með fjölþættum aðgerðum sem nýtast heimilum og fyrirtækjum vel við að takast á við afleiðingar veirufaraldursins,“ segir á vef SI.

Samtök Iðnaðarins eru sérstaklega ánægð með áherslu á sókn í nýsköpun sem birtast í báðum aðgerðapökkunum, sérstaklega þeim sem kynntur var í gær. Telja SI að með aðgerðum sínum á þessu sviði skapi stjórnvöld forsendur fyrir öflugri efnahagslegri viðspyrnu á grundvelli hugvits og þekkingar.

Nánar má sjá um við SI við aðgerðum stjórnvalda hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka