Tvíhliða samgöngusamningar komi til greina

Guðlaugur svaraði því til að hann vissi ekki hvort hann …
Guðlaugur svaraði því til að hann vissi ekki hvort hann ætti að taka þessar fyrirspurnir þingmannsins alvarlega og að ef þingmaður héldi að vandamálið við að opna landamæri tengdist framtaksleysi Íslands væri hann á miklum villigötum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Utanríkisráðherra segir það koma til greina að gera einhvers konar tvíhliða samninga um viðskipti og samgöngur við ríki sem hefðu svipaða staðla og hefðu náð svipuðum árangri og Ísland í aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum.

Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsona, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Smári sagði það leiðinlegt að sjá ekki meiri forystu af hálfu Íslands í alþjóðasamvinnu vegna góðs árangurs og spurði að hverju ráðherra hefði verið að vinna undanfarnar vikur.

Guðlaugur kvaðst ekki treysta sér til þess að fara yfir það á þeim tveimur mínútum sem gefast til svars í óundirbúnum fyrirspurnatíma, en að hann gerði sitt besta til að upplýsa þingmenn og þjóðina um þau mál. Þá kvaðst hann ekki skilja hvað þingmaðurinn væri að fara með því að segja að Ísland hefði ekki tekið forystu, enda sýndum við gott fordæmi í viðbrögðum við faraldrinum.

„Hvar er utanríkisráðherra búinn að vera?“
„Hvar er utanríkisráðherra búinn að vera?“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sagðist ráðherra gera sér grein fyrir því að efnahagslífið myndi ekki taka við sér fyrr en landamæri opnuðust að nýju og að það væri rætt á öllum hans fundum með erlendum kollegum. Stóra spurningin væri hvernig hægt væri að stíga fyrstu skrefin í þeim efnum án þess að ógna þeim árangri sem nást hefur.

Á að taka þessar fyrirspurnir alvarlega?

Smári var óánægður með svar ráðherra og taldi að eftir allan þennan tíma myndi hann hafa eitthvað til að hreykja sér af í þessum efnum. „Hvar er utanríkisráðherra búinn að vera?“

Guðlaugur svaraði því til að hann vissi ekki hvort hann ætti að taka þessar fyrirspurnir þingmannsins alvarlega og að ef þingmaður héldi að vandamálið við að opna landamæri tengdist framtaksleysi Íslands væri hann á miklum villigötum.

Eitt stærsta verkefni ráðuneytisins að undanförnu hafi verið að koma Íslendingum heim, sem sé gott dæmi um alþjóðlega samvinnu. „Við höfum verið virk á alþjóðlegum vettvangi og höfum svo sannarlega ekki gert neitt annað en gefið þau skilaboð og lagt grunn að því að  reyna að opna landið þegar tækifæri er til þess.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert