Dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, gagnrýnir Norðmenn harðlega fyrir framgöngu í EES-samstarfinu í grein í Morgunblaðinu í dag.
Segir Baudenbacher að norsk stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því að endurbætur yrðu gerðar á dómarkipan EFTA-dómstólsins. Það hafi þeir gert til að þeim væri kleift að koma að fólki sem búast megi við að standi vörð um hagsmuni Noregs í dómstörfum.
„Þetta verður að breytast,“ segir hann í greininni.