Brotum á samkomubanni hefur lítið fjölgað og eru þau mjög fá, að sögn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra en nýjasta kvartanahrinan vegna brota á fjarlægðartakmörkunum er vegna hlaupara.
Á 55. upplýsingafundi almannavarna í dag hvatti Sigríður Björk Íslendinga til að halda samkomubannið út og njóta blíðunnar, með takmarkanir yfirvalda í huga.
„Nú skiptir máli að hafa úthald og njóta góða veðursins af ábyrgð. Við erum að fá svolítið af kvörtunum núna yfir hlaupurum. Það hefur verið nýjasta kvartanahrinan. Fólkið sem hleypur að því er metið er af óvarkárni. Við brýnum fyrir fólki að halda fjarlægð,“ sagði Sigríður.
Í lok mars hlupu tilkynningar á brotum á hundruðum. Þá sagðist Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum vonsvikinn. Sektir á bilinu 50-500 þúsund krónur geta legið við því að brjóta reglurnar.