Sjópóstur færir okkur aftur um 50 ár

Póstmenn bera út færri sendingar að utan en innlend netverslun …
Póstmenn bera út færri sendingar að utan en innlend netverslun hefur aukist. mbl.is/​Hari

„Það er búið að kippa stoðunum undan þessari þjónustu. Við erum komin 50 ár aftur í tímann með sjópóstinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.

Ástandið sem skapast hefur í samgöngum í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur valdið miklum seinkunum á póstsendingum.

Margra vikna bið er eftir bréfum frá Bandaríkjunum, sem eru nú send sjóleiðis til Evrópu, og tugir tonna af sendingum frá netverslunum í Kína bíða í kerfinu eftir að komast til Íslands.

Erfitt hefur reynst að fá erlenda samstarfsaðila til að breyta ferlum sínum. Í umfjöllun um  mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Birgir svipað ástand vera í flestum löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert