Líf færist í miðbæ Reykjavíkur á ný

Blíðviðri við Tjörnina í gær.
Blíðviðri við Tjörnina í gær. mbl.is/Sigurður Unnar

Líf er að færast í miðbæ Reykjavíkur að nýju, eftir erfiðan tíma í kórónuveirufaraldrinum. Líklega á sumarblíðan sem lék við höfuðborgarbúa, eins og flesta landsmenn, í gær stærstan hlut að máli.

Einnig eru fréttir af kórónuveirunni uppörvandi og auka fólki kjark til að fara út að hreyfa sig og njóta veðurblíðunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekki var annað að sjá í miðbænum, við Tjörnina og víða á göngustígum en að fólk virti tilmæli heilbrigðisyfirvalda um fjarlægð. Fjölskyldur sátu, gengu eða stóðu saman en pössuðu upp á fjarlægðina við næsta einstakling eða fjölskyldu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert