Aðgerðapakki stjórnvalda hafði áhrif

„Það er algjör tekjubrestur hjá okkur. Óvissan er mikil en …
„Það er algjör tekjubrestur hjá okkur. Óvissan er mikil en við verðum að vera tilbúin að setja allt í gang þegar eftirspurnin fer að taka við sér,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, um efnahagsleg áhrif kórónuverirufaraldursins. mbl.is/Árni Sæberg

Aðgerðapakki stjórn­valda sem kynnt­ur var í há­deg­inu hafði áhrif á út­færslu upp­sagna hjá Icelanda­ir sem taka gildi um mánaðamót­in. Þetta seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, í sam­tali við mbl.is. Rúm­lega 2.000 starfs­mönn­um var sagt upp í dag og ná upp­sagn­irn­ar til allra hópa inn­an fé­lags­ins, en mest þó á störf bein­tengd fram­leiðslu. 

„Það er gríðarlega erfitt að standa í þessu en al­gjör­lega nauðsyn­legt. Við verðum að bregðast við þessu óvissu­ástandi, við vit­um ekki leng­ur hversu lengi þetta mun vara, þessi tími sem við erum í mjög lít­illi fram­leiðslu,“ seg­ir Bogi. 

Icelandair hefur orðið fyrir gríðarlegu höggi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Rúmlega …
Icelanda­ir hef­ur orðið fyr­ir gríðarlegu höggi vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Rúm­lega 2.000 starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins var sagt upp í dag og taka upp­sagn­irn­ar gildi um mánaðamót­in. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Von­ast til að geta dregið hluta upp­sagn­anna til baka

Áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á Icelanda­ir eru einna helst þau að aðeins 2-3% af upp­haf­legri flugáætl­un er í gildi þessa dag­ana og tekju­fall Icelanda­ir nem­ur mun meira en 75% að sögn Boga, en það er viðmið stjórn­valda fyr­ir þau fyr­ir­tæki sem geta sóst eft­ir stuðningi úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostnaðar á upp­sagn­ar­fresti. „Það lá alltaf fyr­ir að við yrðum að fara í upp­sagn­ir, sama hvert út­spil stjórn­valda yrði, en þetta hjálp­ar til í rekstr­in­um og sjóðsstreym­inu hjá okk­ur,“ seg­ir Bogi. 

Þá mun Icelanda­ir einnig halda áfram að nýta sér hluta­bóta­leiðina. „Það er al­gjör tekju­brest­ur hjá okk­ur. Óviss­an er mik­il en við verðum að vera til­bú­in að setja allt í gang þegar eft­ir­spurn­in fer að taka við sér,“ seg­ir Bogi og von­ar hann að hægt verði að draga hluta upp­sagn­anna til baka áður en langt um líður. 

Mik­il tæki­færi fyr­ir Ísland og Icelanda­ir þegar krís­unni linn­ir

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag að heim­ild­ar­menn inn­an þeirra sjóða sem mest eiga í Icelanda­ir Group segj­ast opn­ir fyr­ir því að leggja flug­fé­lag­inu til nýtt hluta­fé. Bogi seg­ir að umræður við fjár­festa eru á al­gjöru byrj­un­arstigi og því ekki tíma­bært að tjá sig meira um það að sinni. 

Hvað framtíðar­horf­ur Icelanda­ir og ferðaþjón­ust­unn­ar í heild sinn varðar kveðst Bogi vera bjart­sýnn. „Ég tel að Ísland hafi mik­il tæki­færi þegar krís­unni linn­ir, sem ferðamanna­land.“ Hann seg­ir Ísland verða áfram mik­il­væga tengimiðstöð fyr­ir alþjóðaflug­velli milli Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. „En við vit­um ekk­ert hvenær við get­um farið af stað en ég tel að tæki­fær­in fyr­ir Ísland og Icelanda­ir verði mik­il í fram­hald­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert