Tekur langan tíma að vinna okkur úr kreppunni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði að þrátt fyr­ir það að hluta­bóta­leiðin hefði verið fram­lengd með óbreyttu sniði út júní væri ljóst að ein­hver fyr­ir­tæki myndu þurfa að leggja upp laup­ana. Með aðgerðum stjórn­valda væri samt verið að hjálpa fyr­ir­tækj­um og forða gjaldþrot­um eins og unnt er.

Þetta kom fram í máli Katrín­ar í Safna­hús­inu skömmu fyr­ir há­degi. Þar kom enn frem­ur fram að þess­ar aðgerðir stjórn­valda kostuðu rík­is­sjóð á bil­inu 40 til 60 millj­arða.

Ljóst er að mik­ill halli verður á rík­is­sjóði á ár­inu og Katrín sagði út­hald rík­is­sjóðs ekki tak­marka­laust. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Ásmund­ur Ein­ar Daðason á fund­in­um í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Kostnaður­inn verður veru­leg­ur og það mun taka lang­an tíma að vinna okk­ur úr þess­ari kreppu, það vit­um við,“ sagði Katrín.

For­sæt­is­ráðherra var spurð hvort ekki stæði til að kynna ein­hver sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir ferðaþjón­ust­una eða Icelanda­ir. Hún svaraði því til að aðgerðirn­ar, svo sem hluta­bóta­leiðin, nýtt­ust ferðaþjón­ust­unni gríðarlega vel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert