Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra skipaði hana í embætti frá 11. maí næstkomandi. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd.
Alls sóttu fjórir um embættið, en einn þeirra, Jón HB Snorrason, dró umsókn sína til baka. Halla Bergþóra er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra frá árinu 2015. Þar áður gegndi hún embætti sýslumanns á Akranesi frá árinu 2009.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.