Hefur ekki skoðun á götulokun

Borgarstjóri bar það upp við sótt­varna­lækni hvort grípa eigi til …
Borgarstjóri bar það upp við sótt­varna­lækni hvort grípa eigi til götu­lok­ana í Reykja­vík. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höf­um ekki sér­staka skoðun á því hvernig menn út­færa þær til­lög­ur sem við kom­um með,“ seg­ir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og bæt­ir við: „Ef menn vilja loka göt­um, þá er það bara þeirra mál.“

Borg­ar­stjóri hef­ur borið það upp við sótt­varna­lækni hvort grípa eigi til götu­lok­ana í Reykja­vík til að tryggja ná­lægðarreglu al­manna­varna. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Miðflokks­ins og Flokks fólksins hafa stigið fram í sam­töl­um við Morg­un­blaðið og sagt borg­ar­stjóra vera með þessu að nýta sér kór­ónu­veiruna í póli­tísk­um til­gangi til að loka fyr­ir bílaum­ferð um fleiri göt­ur. 

„Að mínu mati er bara verið að nýta sér ástandið og nota það sem yf­ir­skin. Það að hafa spurt sótt­varna­lækni sýn­ir að verið sé að reyna að finna fólk sem al­menn­ing­ur treyst­ir til að koma með svör um götu­lok­an­ir eða ekki,“ seg­ir Kol­brún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, og bæt­ir við að fjöl­marg­ir íbú­ar og rekstr­araðilar séu mjög ósátt­ir við götu­lok­an­ir meiri­hlut­ans í miðbæn­um.

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert