Kristján H. Johannessen
„Við höfum ekki sérstaka skoðun á því hvernig menn útfæra þær tillögur sem við komum með,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og bætir við: „Ef menn vilja loka götum, þá er það bara þeirra mál.“
Borgarstjóri hefur borið það upp við sóttvarnalækni hvort grípa eigi til götulokana í Reykjavík til að tryggja nálægðarreglu almannavarna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins hafa stigið fram í samtölum við Morgunblaðið og sagt borgarstjóra vera með þessu að nýta sér kórónuveiruna í pólitískum tilgangi til að loka fyrir bílaumferð um fleiri götur.
„Að mínu mati er bara verið að nýta sér ástandið og nota það sem yfirskin. Það að hafa spurt sóttvarnalækni sýnir að verið sé að reyna að finna fólk sem almenningur treystir til að koma með svör um götulokanir eða ekki,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, og bætir við að fjölmargir íbúar og rekstraraðilar séu mjög ósáttir við götulokanir meirihlutans í miðbænum.
Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins: