Sérgæska kemur fólki ofan í gröfina

Páll Matthúasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthúasson, forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, seg­ir ástæðu til að hafa sér­stak­ar áhyggj­ur af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um í þeim sam­fé­lög­um sem leggja mest upp úr ein­stak­lings­hyggju. Þetta sagði hann á blaðamanna­fundi al­manna­varna í dag.

Páll vísaði í um­fjöll­un lækna­tíma­rits­ins The Lancet um ein­kenni þeirra sam­fé­laga sem best hefði tek­ist að hafa hem­il á far­aldr­in­um. Öflugt vel­ferðar­kerfi væri ekki síður mik­il­vægt en stuðning­ur fjöl­skyldu og vina, sagði hann. „Sér­gæska og fókus á þröng­an eig­in hag skil­ar fólki bara ofan í gröf­ina,“ sagði Páll sem sagðist telja að far­ald­ur­inn myndi sýna nauðsyn þess að byggja upp heil­brigðis­kerfi næstu árin.

Þá gerði Páll, sem er doktor í geðlækn­ing­um, hug­takið þolgæði (e. resilience) að um­tals­efni sínu. „Ég held að það sé mik­il­vægt að við rækt­um með okk­ur þann eig­in­leika að gefa hlut­um sinn tíma til að ná ár­angri, á næstu mánuðum.“ Það sem ein­kenni hinn þolgóða sé hæfi­leik­inn til að muna mark­miðið sem stefnt er að, að missa ekki sjón­ar á því og láta ekki áföll brjóta sig held­ur gefa eft­ir, bogna – en koma svo til baka og halda áfram ótrauður.

 

 




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert