„Síminn hefur ekki stoppað“

Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Broti, sem sýnd var á RÚV …
Við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Broti, sem sýnd var á RÚV og Netflix. Erlend kvikmyndaver sýna Íslandi áhuga um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Banda­ríska dag­blaðið Los Ang­eles Times fjall­ar í grein í gær um áhuga kvik­mynda­vera í Hollywood á Íslandi sem tökustað á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Kvik­mynda­fram­leiðsla hef­ur að mestu legið niðri síðustu vik­ur vegna far­ald­urs­ins, en nú sjá fram­leiðend­ur von­arglætu í lönd­um þar sem tek­ist hef­ur að halda far­aldr­in­um í skefj­um. Greindi Ted Sar­andos, dag­skrár­stjóri streym­isveit­unn­ar Net­flix, til að mynda frá því á dög­un­um að fyr­ir­tækið væri við tök­ur á Íslandi og í Suður-Kór­eu.

Í grein LA Times er rætt við Ein­ar Han­sen Tóm­as­son, verk­efna­stjóra hjá Íslands­stofu (eða Iceland's film comm­issi­oner, eins og hann kall­ar sig á ensku). Hann seg­ir að í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Sar­andos á miðviku­dag hafi sím­inn ekki stoppað, og skila­boð borist frá fram­leiðend­um og kvik­mynda­ver­um í Los Ang­eles, New York og víðsveg­ar úr Evr­ópu. „Þau eru að reyna að kort­leggja ólíka staði til að vita hverj­ir eru ör­ygg­ir, og hvert þau geta haldið fyrst með mögu­leg verk­efni,“ seg­ir Ein­ar. 

Farið er yfir kosti Íslands sem tökustaðar í grein­inni: strjál­býlt land þar sem sýna­taka vegna veirunn­ar hef­ur verið í fremstu röð, auk mik­il­feng­legr­ar nátt­úru sem hef­ur fengið að njóta sín í þátt­um og mynd­um á borð við Game of Thrones, Pró­móþeusi og kvik­mynd­inni um þrumuguðinn Þór.

Ein­ar seg­ist hafa kynnt fyr­ir rík­is­stjórn­inni til­lög­ur um hvernig nýta stöðuna nú til að laða að fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Þannig gæti er­lent tök­ulið tekið að láni leifuflug og haldið á sér­stakt hót­el til sýna­töku. Séu niður­stöður nei­kvæðar væri tök­uliðinu heim­ilt að halda á af­skekkta tökustaði í fylgd heil­brigðis­starfs­fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert