Olían er geymd í Hvalfirði

Fyrir nokkrum dögum kom til Hvalfjarðar olíuskipið FSL Singapore með …
Fyrir nokkrum dögum kom til Hvalfjarðar olíuskipið FSL Singapore með fullfermi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvenju­legt ástand hef­ur verið á ol­íu­mörkuðum heims­ins að und­an­förnu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Dregið hef­ur stór­lega úr eft­ir­spurn eft­ir olíu, verð hef­ur fallið og olíu­birgðir safn­ast fyr­ir. Skyndi­lega varð mik­il eft­ir­spurn eft­ir geymslu­rými fyr­ir olíu um all­an heim.

Á ein­um tíma­punkti í síðasta mánuði kom upp sú óvenju­lega staða að olíu­fram­leiðend­ur borguðu með ol­í­unni, þ.e. borguðu eig­end­um geymslu­rýma fyr­ir að taka við ol­í­unni til geymslu.

Þetta ástand hef­ur náð til Íslands því stór olíu­flutn­inga­skip hafa lagt leið sína í Hval­fjörðinn. Þau koma með olíu sem geymd verður í olíu­birgðatönk­un­um þar. Ol­íu­dreif­ing ehf. rek­ur þar stöð en leig­ir hana er­lend­um aðila. Hann nýt­ir að sjálf­sögðu stöðina í því ár­ferði sem nú rík­ir og alls staðar vant­ar geymslu­rými, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert