Sumar breytinganna komnar til að vera

Magnús segir ólíklegt að fólk fari aftur í sama farið.
Magnús segir ólíklegt að fólk fari aftur í sama farið. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Gott­freðsson, sér­fræðing­ur í smit­sjúk­dóm­um, seg­ir að sum­ar þeirra breyt­inga sem gerðar hafa verið á hátt­um fólks vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins séu komn­ar til að vera. Þetta kom fram í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Spurður út það hve langt við þyrft­um að vera kom­in til að kom­ast á svipaðan staðan varðandi ferðamenn og áður sagði Magnús svo­lítið í það. „Sum­ar af þess­um breyt­ing­um sem mælt hef­ur verið fyr­ir eru komn­ar til að vera þangað til við höf­um bólu­efni.“ Hann sagði af­skap­lega ólík­legt að við næðum hjarðónæmi til að geta lyft al­veg þeim höml­um sem sett­ar hefðu verið. Þau lönd sem hefðu orðið illa úti í far­aldr­in­um ættu jafn­vel enn langt í land með að ná hjarðónæmi.

Magnús sagði að það hlyti að þurfa að taka mið af ástandi þeirra landa sem ferðamenn væru að koma frá, innt­ur eft­ir viðbrögðum gagn­vart út­lend­ing­um. „Ef um er að ræða svæði þar sem sam­fé­lags­mit er lítið sem ekk­ert þá er það um­hverfi sem er svipað og okk­ar. Þá má færa rök fyr­ir því að það þurfi ekki að hafa jafn mikla aðgát.“

Þá sagði hann fólk al­mennt þurfa að breyta hátt­um sín­um að veru­legu leyti, eins marg­ir hefðu gert nú þegar. Fólk væri greini­lega mjög meðvitað um smit­leiðir og það hefði líka skilað sér í fækk­un annarra sýk­inga.

„Þó það verði losað um höml­urn­ar þá mun­um við ör­ugg­lega ekki fara í sama farið aft­ur. Öll handa­bönd­in og faðmlög­in og mjög stór­ar fjölda­sam­kom­ur. Það er ekki komið að því ennþá.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert