4. maí genginn í garð

Á miðnætti  tók gildi til­slök­un á sam­komu­banni á Íslandi. Bannið var fyrst sett á 16. mars en hert enn frek­ar 23. mars. Ljóst er að marg­ir hafa beðið dags­ins með eft­ir­vænt­ingu enda ým­iss kon­ar starf­semi sem kemst nú í eðli­legt horf á ný, eða í það minnsta eðli­legra en verið hef­ur.

Þótt slakað sé á sam­komu­banni er ekki þar með sagt að sótt­varnaaðgerðum sé lokið. Líkt og þríeyki al­manna­varna hef­ur ít­rekað bent á síðustu daga er mik­il­vægt að fólk sofni ekki á verðinum og ger­ist kæru­laust. Áfram þurfi fólk að huga að eig­in sótt­vörn­um, þvo hend­ur og spritta og halda tveggja metra fjar­lægð. Því eins og Guðni for­seti sagði á blaðamanna­fundi al­manna­varna í gær, er hann vitnaði í Churchill: „Þetta eru ekki enda­lok­in, ekki einu sinni upp­haf enda­lok­anna en kannski eru þetta enda­lok upp­hafs­ins.“

Helstu breyt­ing­ar, sem tóku gildi á miðnætti, eru:

  • Fjölda­tak­mörk­un á sam­kom­um miðast nú við 50 manns í stað 20.

  • Eng­ar tak­mark­an­ir eru nú sett­ar á starf­semi grunn- og leik­skóla. Þeir verða því opn­ir með eðli­leg­um hætti.

  • Fram­halds­skól­ar og há­skól­ar verða opnaðir að nýju en fjölda­tak­mark­an­ir miðast við 50 manns að há­marki. Tveggja metra regla skal virt.
  • Tann­lækna­stof­ur, sjúkraþjálf­ar­ar, nudd­stof­ur, hár­greiðslu- og snyrti­stof­ur og önn­ur sam­bæri­leg starf­semi er heim­il og und­an­skil­in tveggja metra reglu. Þessi starf­semi hef­ur legið niðri frá því sam­komu­bann var hert 23. mars.

  • Val­kvæðar skurðaðgerðir og ífar­andi rann­sókn­ir verða heim­il­ar á ný

  • Lista­söfn, bóka­söfn o.fl. má opna að nýju.
  • Íþrótta- og æsku­lýðsstarf barna á leik- og grunn­skóla­aldri verður með eðli­leg­um hætti, hvort held­ur inn­an- eða ut­an­dyra. Tveggja metra regl­una skal virða eins og kost­ur er.

  • Íþrótt­astarf full­orðinna skal tak­mark­ast við sjö ein­stak­linga með þjálf­ara á úti­svæði sem miðast við hálf­an fót­bolta­völl. Inn­an­dyra tak­mark­ast hún við fjóra ein­stak­linga á inn­i­svæði sem miðast við hand­bolta­völl.
    Notk­un bún­ingsaðstöðu inn­an­húss verður óheim­il.

  • Öku­kennsla, flug­kennsla og akst­ur þjón­ustu­bif­reiða get­ur haf­ist að nýju með und­anþágu frá tveggja metra reglu. Leigu­bíla­akst­ur verður þó ekki und­an­skil­inn tveggja metra reglu.

  • Spila­kassa má nota séu þeir sótt­hreinsaðir milli not­enda og regl­um um 50 ein­stak­linga í hópi og tveggja metra reglu fylgt.

Enn skulu skemmti­staðir, krár og spila­sal­ir vera lokuð. Aðrir veit­ingastaðir með vín­veit­inga­leyfi mega ekki hafa opið leng­ur en til klukk­an 23.

Stefnt er að því að opna sundlaugar fyrir almenningi eftir …
Stefnt er að því að opna sund­laug­ar fyr­ir al­menn­ingi eft­ir 3-4 vik­ur. mbl.is/​Hall­ur Már

Næsta skref tekið eft­ir 3-4 vik­ur

Hefja má opið helgi­hald í kirkj­um lands­ins 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is til heil­brigðisráðherra seg­ir að stefnt sé að frek­ari aflétt­ingu sam­komutak­mark­ana eft­ir 3-4 vik­ur, þ.e. 25. maí – 1.júní, og að þá verði miðað við 100 manna fjölda­tak­mörk­un, opn­un sund­lauga og lík­ams­rækt­ar­stöðva fyr­ir al­menn­ing með tak­mörk­un­um, og að stærð kapp­leikja og íþrótta­móta miðist við 100 manns. Þó er áréttað að taka þurfi mið af stöðu far­ald­urs­ins hér á landi áður en ákvörðun er tek­in.

Til­skip­un sem tók gildi í dag, 4. maí.

Minn­is­blað sótt­varna­lækn­is, dag­sett 19. apríl, vegna til­slak­ana 4. maí

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert