Á eftir að sakna fundanna

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Alma Möller landlæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að hann ætti vafalaust eftir að sakna blaðamannafundanna vegna kórónuveirunnar í framtíðinni en framvegis verða fundirnir ekki daglegir. Fundurinn í dag var sá 64. í röðinni. 

Þórólfur sagði ánægjulegt að hafa getað gefið nýjar og réttar upplýsingar á hverjum degi. Heiðarleikinn hefði verið lykilatriðið og hann hefði skilað sér til fólks. „Vafalaust á maður eftir að funda í framtíðinni,“ sagði hann.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagðist ekki viss um að hann gæti tekið undir það en nefndi að fundir sem þessir hefðu verið undirbúnir í gegnum árin. Fjölmiðlasamskipti og upplýsingamiðlun hefðu verið æfð. „Það kom á óvart þegar við vorum að byrja þessa fundi í febrúar að þetta yrði með þessum hætti og svona lengi.“

Hann bætti við: „Þetta er búinn að vera áhugaverður tími og verður það áfram þótt við fækkum fundunum.“

Spurð út í minnisstæða hluti frá því fundirnir hófust og þau þrjú urðu „opinberar persónur“ sagði Alma Möller landlæknir að ekki hefði reynt á það hvort fólk þekkti þau. Þau hefðu verið upptekin í vinnunni og hitt fáa. „Núna förum við að fara á stjá og hitta landsmenn og sjá hvort þeir þekkja okkur,“ sagði hún.

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert