Ekkert nýtt smit

Glímt við kórónuveirufaraldur á Landspítala.
Glímt við kórónuveirufaraldur á Landspítala.

Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist hérlendis síðasta sólarhringinn.

Á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans var skoðað 71 sýni en ekkert hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Fjórir liggja á sjúkrahúsi smitaðir af veirunni en enginn er á gjörgæslu, að því er kemur fram á síðunni covid.is.

1.723 hafa náð bata eftir að hafa smitast, 775 eru í sóttkví og 19.302 hafa lokið sóttkví. 66 manns eru í einangrun.

Samtals hafa verið tekin 50.477 sýni.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert