Halda úti bílaflotanum í sumar

Kúkú Campers.
Kúkú Campers.

Hlyn­ur Elf­ar Þrast­ar­son, fram­kvæmda­stjóri svefn­bíla­leig­unn­ar Kuku Cam­pers, seg­ir að lít­il sem eng­in starf­semi sé hjá fyr­ir­tæk­inu um þess­ar mund­ir.

Þó muni það halda úti starf­semi í sum­ar og halda þeim svefn­bíl­um sem fyr­ir­tækið hef­ur til umráða, en þeir eru tæp­lega 400 tals­ins. „Við ætl­um bara að standa þetta af okk­ur, taka einn dag í einu og vona það besta,“ seg­ir Hlyn­ur.

Aðgerðir stjórn­valda hafa mælst vel fyr­ir hjá fyr­ir­tæk­inu í því slæma ár­ferði sem blas­ir við ferðaþjón­ust­unni. „Aðgerðir stjórn­valda hafa gefið fyr­ir­tækj­um von um að hægt sé að fara í gegn­um skafl­inn. Sá styrk­ur sem rík­is­stjórn­in veit­ir og það að lána­fyr­ir­tæk­in séu að fresta greiðslum af lán­um hjálp­ar okk­ur,“ seg­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag.

Treyst er á að landsmenn ferðist innanlands í sumar.
Treyst er á að lands­menn ferðist inn­an­lands í sum­ar. Ljós­mynd/​Kuku Cam­pers
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert