„Það er hróplegt misrétti“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Mynd úr safni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að ljóst sé að ekki náist að klára þá vinnu við stjórnarskrárbreytingar sem lagt var upp með í upphaflegri áætlun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir yfirstandandi kjörtímabil ítrekaði Katrín í dag metnað sinn til að leggja fram tillögur til breytinga á stjórnarskrá á næsta þingi.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er „mjög opin“ fyrir því að taka …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er „mjög opin“ fyrir því að taka til skoðunar breytingar á öðrum ákvæðum stjórnarskrárinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillögurnar sem Katrín hyggst leggja fram á næsta þingi snúa að auðlindaákvæði, ákvæði um umhverfisvernd og sem og ákvæði um forseta- og framkvæmdarvald. Þá sagðist hún vera „mjög opin fyrir því að taka til skoðunar fleiri ákvæði“. Þar á meðal væri ákvæði um jafnara vægi atkvæða en fyrirspurn Þorgerðar sneri sérstaklega að því máli.

Sagði Þorgerður það eindreginn vilja þjóðarinnar að endurskoða það ranglæti sem felst í því misvægi atkvæða sem Íslendingar búa við í dag.

„Það er gríðarlega mikilvægt að hér gildi að það sé einn maður sem fái eitt atkvæði, að það þýði ekki að sá sem býr í Kópavogi hafi bara hálft atkvæði. Það er hróplegt misrétti,“ sagði Þorgerður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert