Spyr undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er ósáttur með orðræðu …
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er ósáttur með orðræðu þingmanna Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræður um störf þingsins á þingfundi sem hófst klukkan þrjú í dag með því að gera umræðu tvo síðustu daga að umtalsefni, annars vegar umræðu um loftlagsmál og hins vegar borgarlínu. Sagði hann athyglisvert að hafa fylgst með ræðum þingmanna Miðflokksins.

„Ég verð að segja það forseti að það var mjög upplýsandi að sjá og heyra sjónarmið háttvirtra þingmanna Miðflokksins í báðum þessum málum. Ég velti því margoft fyrir mér undir þessum umræðum undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið,“ sagði Kolbeinn.

Á meðan heimurinn tækist á við loftlagsvá, tæki höndum saman þvert á landamæri og alla geira samfélags, þá viti Miðflokkurinn betur.

Á meðan öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki höndum saman, setjist niður og semji við ríkisvaldið um verkefni sem þau telja öll vera gríðarlega mikilvægt, ekki síst í baráttunni gegn loftlagsvánni þá viti Miðflokkurinn einn betur.

Gögn, líkön og staðreyndir skipti Miðflokkinn engu máli

„Gögn, líkön, staðreyndir – þetta skiptir Miðflokkinn engu máli,“ sagði hann og lauk ræðunni á að taka orð hans ekki trúanleg heldur hvatti alla til að kynna sér sjálft þá forneskju sem fram kæmi í umræðum um þessi mál og megi finna á vef Alþingis.

„Hvaða þvæla er þetta,“ heyrðist þá úr salnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert