Breyta hlutabótaleið til að hindra misnotkun

Hlutabótaleiðin var ekki sett á laggirnar svo að stöndug fyrirtæki …
Hlutabótaleiðin var ekki sett á laggirnar svo að stöndug fyrirtæki gætu nýtt hana til að greiða niður launakostnað um leið og arður væri greiddur eða eigin bréf keypt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hluta­bóta­lög­um verður breytt til að koma í veg fyr­ir að vel stæð fyr­ir­tæki nýti sér hana til þess að greiða niður laun starfs­manna sinna seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. Fyr­ir­tæk­in Skelj­ung­ur, Hag­ar og Össur hafa nýtt sér hluta­bóta­leiðina eft­ir að hafa greitt hlut­höf­um sín­um arð eða keypt eig­in bréf. RÚV grein­ir frá þessu.

Katrín seg­ir að hluta­bóta­leiðin verði fram­lengd með laga­breyt­ingu og þá verði sett inn skil­yrði til að mynda hvað varðar arðgreiðslur og kaup á eig­in bréf­um. Hún seg­ir að það hafi verið ljóst að þegar hluta­bóta­leiðin var sett á lagg­irn­ar að það hafi verið gert á mikl­um hraða og fyrst og fremst hugað til að tryggja lífsaf­komu fólks og viðhalda ráðning­ar­sam­bandi.

Það hafi verið ákveðið að hafa úrræðið opið til þess að eng­ar hindr­an­ir væru sem kæmu í veg fyr­ir það mark­mið en að ætl­un­in hafi að sjálf­sögðu ekki verið sú að „stönd­ug fyr­ir­tæki væru að nýta sér þetta neyðarúr­ræði til að greiða niður laun sinna starfs­manna“.

Greiddu arð og keyptu eig­in bréf

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að Hag­ar og Skelj­ung­ur hafi bæði keypt eig­in bréf sam­hliða því að nýta hluta­bóta­leiðina. Skelj­ung­ur hafi að sama skapi greitt 600 millj­ón­ir króna í arð í apríl. Áður hef­ur verið greint frá því að á aðal­fundi Öss­ur­ar 12. mars hafi verið ákveðið að greiða eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins 1,2 millj­arða króna í arð. Stuttu síðar var 165 starfs­mönn­um Öss­ur­ar boðið að fara í 50% starf og nýta sér hluta­bóta­leið stjórn­valda.

Mbl.is hef­ur reynt að ná tali af Árna Pétri Jóns­syni, for­stjóra Skelj­ungs og Jóni Ásgeiri Jóns­syni, stjórn­ar­for­manni Skelj­ungs í dag án ár­ang­urs. Erna Gísla­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Haga, vildi ekki veita viðtal.

Frétt­in var upp­færð klukk­an 13:39.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert