Hefði verið gott að vera búin að selja Íslandsbanka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/​Hari

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir ljóst að það hefði verið mjög gott ef ríkið hefði lokið við sölu á Íslands­banka fyr­ir heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru sem nú geis­ar og hef­ur haft mik­il áhrif á ís­lenskt efna­hags­líf.

Sölu á Íslands­banka og Lands­banka hef­ur verið frestað um óákveðinn tíma vegna far­ald­urs­ins.

„Ég hef verið mjög áfram um að losa um eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um. Það hafa marg­ir ef­ast en í augna­blik­inu er að minnsta kosti ljóst að það hefði verið mjög gott að vera búin að selja,“ seg­ir Bjarni um Íslands­banka.

Höggið tvö­fald­ur sátt­máli

Hluta af því sem feng­ist fyr­ir Íslands­banka átti að nota til að fjár­magna sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Bjarni að þótt sölu á Íslands­banka hafi verið frestað þýði það ekki að for­send­ur fyr­ir sátt­mál­an­um séu brostn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert