Hefði verið gott að vera búin að selja Íslandsbanka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ljóst að það hefði verið mjög gott ef ríkið hefði lokið við sölu á Íslandsbanka fyrir heimsfaraldur kórónuveiru sem nú geisar og hefur haft mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf.

Sölu á Íslandsbanka og Landsbanka hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna faraldursins.

„Ég hef verið mjög áfram um að losa um eignarhlut ríkisins í bankanum. Það hafa margir efast en í augnablikinu er að minnsta kosti ljóst að það hefði verið mjög gott að vera búin að selja,“ segir Bjarni um Íslandsbanka.

Höggið tvöfaldur sáttmáli

Hluta af því sem fengist fyrir Íslandsbanka átti að nota til að fjármagna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni að þótt sölu á Íslandsbanka hafi verið frestað þýði það ekki að forsendur fyrir sáttmálanum séu brostnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert