Guðni byrjaður að safna undirskriftum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið söfnun meðmæla vegna forsetakosninganna sem fram fara í júní.

Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni. Með breytingum á kosningalögum, sem gerðar voru í apríl, er frambjóðendum heimilt að safna meðmælum rafrænt á heimasíðunni island.is, en einungis þeir sem eiga rafræn skilríki fyrirtækisins Auðkenni geta nýtt sér það.

Guðni segir í færslunni að í kosningastarfi hans fyrir síðustu kosninga hafi hans teymi einsett sér að sýna heilindi og háttvísi, vera bjartsýn og eljusöm. Það sé óbreytt þótt því miður gefist ekki sömu tækifæri og þá til að hitta fólk sem víðast og oftast.

Fjórir hafa hafið söfnun meðmæla á Ísland.is. Auk Guðna eru Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Arngrímur Friðrik Pálmason byrjaðir að safna undirskriftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert