Minnast 75 ára frá stríðslokum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur þátt í fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur þátt í fundinum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

75 ár eru í dag liðin frá því samið var um frið í Evrópu og seinni heimsstyrjöldinni lauk, í álfunni í það minnsta. Af því tilefni hafa Eistar, sem fara með formennsku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar mundir, boðið til minningarfjarfundar í dag.

„Markmiðið með fundinum er að minnast átakanna, ræða hvaða lærdóm megi draga af þeim og hvernig alþjóðasamfélagið getur sem best mætt nýjum öryggisáskorunum, einnig með hliðsjón af COVID-19 heimsfaraldrinum,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu.

Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, stýrir fundinum og er gert ráð fyrir að tæplega 50 ráðherrar taki þátti, þeirra á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Í upphafi fundar munu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Rosemary A. DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðamála hjá Sameinuðu þjóðanna og Timothy Snider, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, flytja stutt erindi.

Forsíða Morgunblaðsins að morgni 8. maí 1945.
Forsíða Morgunblaðsins að morgni 8. maí 1945. Skjáskot/Tímarit.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert