„Þetta bitnar bara á börnunum“

Ótíma­bundið verk­fall 260-270 fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem vinna hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, …
Ótíma­bundið verk­fall 260-270 fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem vinna hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi hófst á þriðju­dag.

„Við erum ótrúlega áhyggjufull og finnst þetta ferleg staða,“ segir Björg Baldursdóttir, skólastjóri í Kársnesskóla. Húsnæði skólans hefur verið lokað frá því á miðvikudag vegna verkfalls félagsmanna Eflingar í Kópavogi en alls hefur þurft að loka fjórum grunnskólum og fjórum leikskólum í bænum.

Þá er skólastarf veru­lega skert í Seltjarn­ar­nes­bæ, en í Mos­fells­bæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi er von á að verk­föll­in fari fljót­lega að hafa áhrif. Ótíma­bundið verk­fall 260-270 fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem vinna hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi hófst á þriðju­dag.

Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi.
Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi. Aðsend

„Við hvetjum báða samningsaðila til þess að setjast niður og klára einhvers konar samninga því þetta bitnar bara á börnunum,“ segir Björg. Fundað var í deilunni í gær og næsti fundur boðaður á morgun: 

„Við höldum næstum því niðri í okkur andanum. Vonandi fá samninganefndirnar frið til að klára þetta og standa ekki upp fyrr en það er búið að semja.“

Líkt og í öðrum grunnskólum landsins hefur skólahald verið með óhefðbundnu sniði í Kársnesskóla undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Björg segir þau þó heppin að því leyti að krakkarnir gátu sótt skólann að mestu leyti, meira en í mörgum öðrum skólum.

„En skóli er ekki bara bóklegt nám. Þetta eru tengsl við félaga og list- og verkgreinar; margir aðrir þættir en bóklega námið,“ segir Björg sem krossar alla fingur og vonast til þess að samið verði um helgina.

„Þetta hefur verið langur tími og allir eru áhyggjufullir og þreyttir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert