Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að ráðstafanir varðandi farþega sem komi hingað til landsins verði framlengdar. Eins og staðan er núna þurfa allir sem koma til landsins, ferðalangar og heimamenn, að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna. Þær reglur gilda til 15. maí en ekki er vitað hvað verður eftir þá dagsetningu.
Þórólfur segir að ákvörðunin verði að taka með afstöðu til heilbrigðis- og efnahagslegra sjónarmiða. Hann horfir á málið út frá heilsufarslegum sjónarmiðum en ljóst er að á einhverjum tímapunkti þarf að opna landamærin en sérstakur starfshópur skoðar málið.
„Það hefur gerst mjög margt hér innanlands og það er nauðsynlegt að fara að rétt úr kútnum aftur og þá horfa menn til ferðamannaiðnaðarins. Menn eru með mismundi skoðanir hvað myndi henta best. Þetta er ekki bara bundið við Ísland, heldur er þetta rætt í öllum löndum,“ sagði Þórólfur.
Hann bendir á að í þessu samhengi þurfi að horfa til þess hvernig megi takmarka það að veiran berist hingað til lands. Þá áhættu þurfi að lágmarka.