Fjarlægja grenndargáma vegna óþrifa

Sóðaskapurinn við grenndargámana í Knarrarvogi hefur verið mörgum til ama …
Sóðaskapurinn við grenndargámana í Knarrarvogi hefur verið mörgum til ama og alls konar drasli, sem á heima hjá Sorpu, verið hent þar.

Ákveðið hefur verið að fjarlægja tímabundið grenndargáma á vegum Reykjavíkurborgar sem staðið hafa við Endurvinnsluna í Knarrarvogi.

Í bréfi sem Endurvinnslan hefur fengið frá Sorpu, sem hefur haft umsjón með gámunum, segir m.a. að þarna hafi verið ,„langvarandi óþrif og misnotkun á stöðinni“.

Stöðin hefur verið mikið notuð, að sögn Helga Lárussonar, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar. ,,Nú er hins vegar ljóst að þeir sem nýttu gámana þarna þurfa að leita annað vegna þess að sumir hafa misnotað þessa aðstöðu,“ segir Helgi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert