„Þetta er grafalvarlegt“

„Það er upplifun einhverra að verið sé að grafa undan …
„Það er upplifun einhverra að verið sé að grafa undan samninganefndunum og sá fræjum til starfsmanna. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags, um bréf sem forstjóri Icelandair sendi starfsfólki í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands, seg­ir fé­lags­mönn­um veru­lega brugðið vegna bréfs Boga Nils Boga­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir, sem hann sendi starfs­fólki í gær þar sem seg­ir að fyr­ir hlut­hafa­fund fé­lags­ins 22. maí verði lang­tíma­samn­inga við flug­stétt­ir að liggja fyr­ir.

„Það er upp­lif­un ein­hverra að verið sé að grafa und­an samn­inga­nefnd­un­um og sá fræj­um til starfs­manna. Þetta er grafal­var­legt,“ seg­ir Guðlaug í sam­tali við mbl.is  

Rík­is­sátta­semj­ari hef­ur boðað samn­inga­nefnd­ir Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir til fund­ar í karp­hús­inu klukk­an 14 í dag. Síðasti fund­ur í deil­unni var á föstu­dag en boðað var til fund­ar­ins í dag með stutt­um fyr­ir­vara. Guðlaug vill ekki full­yrða að bréf for­stjór­ans til starfs­manna í gær sé kveikj­an að því að boðað sé til samn­inga­fund­ar á sunnu­degi. „Sátta­semj­ari boðar til fund­ar og okk­ur ber að mæta.“ 

95% flug­freyja hjá Icelanda­ir vinna nú á upp­sagna­fresti eft­ir upp­sagn­ir fé­lags­ins í síðasta mánuði þar sem tæp­lega 900 flug­freyj­um var sagt upp. Umræður um bréf for­stjór­ans hafa skap­ast í Face­book-hópi fé­lags­manna Flug­freyju­fé­lags­ins og þar seg­ir Guðlaug að samn­inga­nefnd fé­lags­ins hafi lagt á borðið til­boð að lang­tíma­samn­ingi ásamt til­slök­un­um yfir ákveðið tíma­bil til að aðstoða fyr­ir­tækið yfir erfiðasta hjall­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert